Einingar í FSu frá 2012

Tónlistarnám metið í FSu - Frá 2012

Tónlistarnám metið í FSu

Fjölbrautaskóli Suðurlands og Tónlistarskóli Árnesinga hafa gert með sér samning um mat á námi úr Tónlistarskólanum inn á námsbrautir Fjölbrautaskólans.

„Um mat á námi í Tónlistarskóla Árnesinga til námseininga í Fjölbrautaskóla Suðurlands gilda eftirfarandi reglur:

- Að jafnaði er minnsta grunneining til mats Grunnpróf, þ.e. lokapróf grunnnáms, og er það metið til 6 eininga, óháð því hvenær því er lokið. Stundi nemandi samhliða nám í Tónlistarskólanum og Fjölbrautaskólanum getur hann þó fengið 2 eða 4 einingar metnar sbr. áfangalistann í fyrrnefndu fylgiskjali.

- Hafi nemandi lokið u.þ.b. hálfu miðnámi og fengið formlega staðfestingu Tónlistarskólans í því sambandi (sem 4. stigi í HLF) er það metið til 4 eininga í frjálsu vali hjá nemandanum.

- Hafi nemendi lokið Miðprófi, þ.e. lokaprófi miðnáms, er heimilt að meta það til 12 eininga á kjörsviðum bóknámsbrauta en auk þess til allt að 12 eininga til viðbótar í frjálsu vali. Með prófskírteininu lætur Tónlistarskólinn fylgja yfirlit um staðnar námseiningar í Tónfræði 5. stig fyrri hluti (TFR 101) og Tónfræði Miðpróf (TFR 201).

- Hafi nemandi lokið u.þ.b. hálfu framhaldsnámi og fengið formlega staðfestingu Tónlistarskólans í því sambandi (sem 6. stigi í HLF) er það metið til 6 eininga á kjörsviði eða í frjálsu vali hjá nemandanum.“

 Á eftirfarandi lista má sjá nánar hvernig tónlistarnámið eru metið til eininga í FSu:           

Grunnnám (1. - 3. stig)

Hljóðfæraleikur

 

 

 

 

1. stig

HLF 102

 

 

 

 

2. stig 

HLF 202

 

 

 

 

Grunnpróf (3. stig)

HLF 302

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðnám (4. - 5. stig)

Hljóðfæraleikur

Tónfr. 5. fhl.

Tónfr. Miðpróf

 

 

Uþb. hálfnað (4. stig)

HLF 404

 

 

 

 

Miðpróf (5. stig)

HLF 504

TFR 101

TFR 201

 

 

 

 

 

 

 

 

Framhaldsnám (6. - 7. stig)

Hljóðfæraleikur

Hljómfræði

Tónheyrn 

Tónl.saga

Valgrein

 

 

HFR 101

TÓH 101

TÓS 101

 

U.þ.b. hálfnað (6. stig)

HLF 606

HFR 201

TÓH 201

TÓS 201

 

 

 

HFR 301

TÓH 301

TÓS 301

 

Framhaldspróf (7. stig)

HLF 706

HFR 402

TÓH 402

TÓS 402 

TVG 101

 

Til að ljúka 6. stigi þarf að ljúka tveimur af eftirfarandi fögum: Hljómfræði (HFR) 101+201, tónheyrn (TÓH) 101+201 eða tónlistarsögu (TÓS) 101+201.

Til að ljúka framhaldsprófi (7. stigi) þarf að ljúka HFR 402, TÓH 402, TÓS 402 og TVG 101