Suzukideild

Suzukinám

Suzukinám
er kennsluaðferð sem kennd er við japanska fiðluleikarann S. Suzuki og er ætlað ungum tónlistarnemum, þ.e. 3 - 5 ára byrjendum.

Í Suzukinámi er kennt samkvæmt móðurmálsaðferð og lögð áhersla á virka þátttöku foreldra allan tímann. Foreldrar mæta í alla tíma með börnum sínum og æfa með þeim heima. 

Sjá nánar á heimasíðu Íslenzka Suzukisambandsins: www.suzukisamband.is - Suzukiaðferðin

Byrjendur sækja 30 mín. einkatíma á viku og 45 mín. hóptíma aðra hverja viku. Þegar fyrstu bók er lokið lengjast bæði einkatímarnir og hóptímarnir í 60 mínútur.

Í Tónlistarskóla Árnesinga er boðið upp á Suzukinám á eftirtalin hljóðfæri: Blokkflautu, gítar, fiðlu, píanó, selló og víólu.