Þrennir glæsilegir framhaldsprófstónleikar í vor

Þrennir glæsilegir framhaldsprófstónleikar frá Tónlistarskóla Árnesinga

Þrír nemendur ljúka námi við Tónlistarskóla Árnesinga núna í vor með framhaldsprófi. Það eru þær Íris Beata Dudziak á píanó, Katrín Birna Sigurðardóttir á selló og Arndís Hildur Tyrfingsdóttir á víólu.

Lokatónleikar nemendanna þriggja í vor voru sérlega glæsilegir, flytjendum og kennurum þeirra til mikils sóma.  Auk einleiksatriða lék píanókvintett skólans verk eftir Dvorák, en kvintettinn skipa próftakarnir þrír og fiðlunemendurnir Elísabet Anna Dudziak og Ingibjörg Ólafsdóttir. Píanómeðleikur var í höndum Einars Bjarts Egilssonar.

Tónleikarnir fóru allir fram í Hveragerðiskirkju, en vegna Covid voru þeir ekki auglýstir opinberlega eins og vant er, heldur aðeins opnir boðsgestum.

Við óskum Írisi, Katrínu og Arndísi innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og glæsilegan árangur.

– – –

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá hljóðfæraleikara og kennara að afloknum framhaldsprófstónleikum Arndísar Hildar 12. maí.

Efri röð f.v. Kennararnir Einar Bjartur Egilsson píanókennari, Guðmundur Kristmundsson víólukennari, Ester Ólafsdóttir píanókennari og Uelle Hahndorf sellókennari.

Neðri röð f.v. Ingibjörg Ólafsdóttir, Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Íris Beata Dudziak, Katrín Birna Sigurðardóttir og Elísabet Anna Dudziak.

 

2021-05-18T09:11:39+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi