Forgangsröð – biðlisti2019-11-05T15:02:23+00:00

Forgangsröð – biðlisti

Ef myndast biðlisti inn í skólann, eru nemendur teknir inn eftir forgangsröð:

1.   Kennslukvóti hvers sveitarfélags

2.   Framboð á kennurum

3.   Nemendur sem stundað hafa nám við skólann sl. ár

4.   Nemendur sem stundað hafa tónlistarnám í öðrum tónlistarskóla veturinn áður.

5.   Aldur nemenda. Yngri nemendur teknir inn frekar en eldri. Tekið er sérstakt tillit til t.d. söngnemenda.

6.   Hvaða hljóðfæri er hægt að læra á og hvaða hljóðfæri eru til útláns. Ekki er hægt að hefja nám á sum hljóðfæri fyrr en vissum aldri er náð. Af hagkvæmnisástæðum er ekki hægt að bjóða upp á nám á öll hljóðfæri á öllum kennslustöðum, t.d. vegna aksturskostnaðar.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi