Skólareglur2018-11-08T10:27:42+00:00

Skólareglur

1. Stundvísi er áskilin. Tilkynna ber forföll með góðum fyrirvara.
– Forföll nemenda undir 18 ára aldri skulu tilkynnt af foreldrum/forráðamönnum.

2. Almenn háttvísi er áskilin.

3. Nemandi komi vel undirbúinn í tíma.

4. Nemandi komi ekki með sælgæti í tíma.

5. Góð umgengni og góð meðferð hljóðfæra er áskilin.

6. Mæti nemandi ekki í tíma skal kennari hafa samband við foreldra/forráðamenn.

7. Áfanga- og stigsprófsskírteini taka ekki gildi og eru ekki afhent fyrr en samsvarandi tónfræðagreinum er lokið.

8. Nemanda ber að mæta á alla tónfundi og í alla samspilstíma sem honum eru ætlaðir.

9. Skólanum er ekki skylt að bæta upp einstakar kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda kennara. Verði þau hins vegar langvinn, ber skólanum að gera allt sem í hans valdi stendur til að útvega forfallakennara.

10. Hafi nemandi hug á að koma fram opinberlega utan tónlistarskólans, skal hann gera það í samráði við tónlistarkennara sinn.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi