Forsíða2022-09-13T08:36:20+00:00
Tónlistarskóli Árnesinga

Á döfinni

Fréttir

Á DÖFINNI

TIL FORELDRA

  • Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf til tónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhuga og þeir fylgist með framvindu þess.

  • Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinni þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissra æfinga verður árangur rýr.
  • Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrir minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufli aðra.
  • Ungum nemendurm þarf að hjálpa við að skipuleggja æfingatímann.
  • Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur í senn en sjaldnar og lengur.
  • Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.
  • Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn. Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari og foreldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg að skipta um viðfangsefni til  að áhuginn glæðist á ný.
  • Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með  því að hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegar fyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkum með því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist við margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.

SKÓLINN

Eyrarbakki – Félagsheimilið Staður s. 483-1415

Flóaskóli  s. 486-3460

Flúðir – Flúðaskóli s. 480-6610

Hveragerði – Grunnskólinn í Hveragerði s. 483-5040

Kerhólsskóli – Grunnskólinn Minni-Borg s. 480-5520

Laugarvatn – Bláskógaskóli s. 480-3031

Reykholt – Bláskógaskóli  s. 480-3020

Selfoss – Eyravegur 9 s. 482-1717

Selfoss – Eyravegur 15

Selfoss – Sunnulækjarskóli s. 480-5400

Stokkseyri – Barnaskólinn Stokkseyri s. 480-3204

Þjórsárskóli – Árnesi s. 486-6000

Þorlákshöfn – Grunnskólinn í Þorlákshöfn s. 480-3851

Tónlistarskóli Árnesinga leggur áherslu á að allir séu metnir að verðleikum, njóti skilnings og beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
Skólinn stefnir að árangursríku og fjölbreyttu skólastarfi þar sem áhersla er lögð á fagþekkingu, sköpunarhæfni og metnaðarfullt þróunarstarf. Starfsmannastefna tónlistarskólans hefur þetta að leiðarljósi í skólastarfinu og í öllum samskiptum.

Lesa meira

Markmið jafnréttisáætlunar Tónlistarskóla Árnesinga er að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans, ennfremur að minna stjórnendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, þjóðernis, litarháttar, trúarskoðana eða annarra þátta. Tónlistarskóli Árnesinga telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla. Í öllu starfi skólans verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla sem og gegn þeim neikvæðu viðhorfum sem beinast að mismunandi litarhætti og minnihluta hópum.

Lesa meira

  1. Stundvísi er áskilin. Tilkynna ber forföll með góðum fyrirvara.
  2. Almenn háttvísi er áskilin.
  3. Nemandi komi vel undirbúinn í tíma.
  4. Nemandi komi ekki með sælgæti í tíma.
  5. Góð umgengni og góð meðferð hljóðfæra er áskilin.
  6. Mæti nemandi ekki í tíma skal kennari hafa samband við foreldra/forráðamenn.
  7. Áfanga- og stigsprófsskírteini taka ekki gildi og eru ekki afhent fyrr en samsvarandi tónfræðagreinum er lokið.
  8. Nemanda ber að mæta á alla tónleika og í alla samspilstíma sem honum eru ætlaðir.
  9. Skólanum er ekki skylt að bæta upp einstakar kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda kennara. Verði þau hins vegar langvinn, ber skólanum að gera allt sem í hans valdi stendur til að útvega forfallakennara.
  10. Hafi nemandi hug á að koma fram opinberlega utan tónlistarskólans, skal hann gera það í samráði við tónlistarkennara sinn.

NÁM

Á DÖFINNI

FRÉTTIR

Join Over 500,000 Students Enjoying Avada Education Now

Become Part of Avada University to Further Your Career.

    Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi