Deildatónleikaröð í Stekkjaskóla
Dagana 6. - 13. nóvember verða haldnir 6 deildatónleikar í Stekkjaskóla. Miðvd. 6. nóvember – gítardeild kl. 18:30 Fimmtud. 7. nóvember - strengjadeild kl. 18:30 Föstud. 8. nóvember – rytmísk deild kl. 17:00 Mánud. 11. nóvember - píanódeild kl. 18:30 Þriðjud. 12. nóvember - blásaradeild kl. 18:30 Miðvd. 13. nóvember - blokkflautudeild kl. 18:30 Aðgangur að tónleikunum er ókeypis - Verið öll hjartanlega velkomin!
Minningartónleikar í Hveragerðiskirkju 19. nóvember
Minningartónleikar 19. nóvember kl. 19:30 í Hveragerðiskirkju Söngnemendur og nokkrir hljóðfæranemendur Tónlistarskóla Árnesinga, í samstarfi við Söngsveit Hveragerðis, munu flytja lög eftir fyrrum píanókennara skólans Sigfús Ólafsson, sem orðið hefði áttræður í ár. Um leið minnumst við Hjartar Þórarinssonar sem lést í sumar, en hann var einn af stofnendum Tónlistarskóla Árnesinga árið 1955 og fjármálstjóri skólans til fjölda ára. - Ásgeir Sigurðsson, fyrrum skólastjóri Tónlistarskólans, útsetti lögin. Aðgengur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin! Sigfús Ólafsson Hjörtur [...]
Söngdeildartónleikar 10. desember í Hveragerðiskirkju
Söngdeildartónleikar verða þriðjud. 10. desember kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju Á tónleikunum koma fram bæði einsöngvarar og sönghópar bæði yngri og eldri nemenda. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!