Deildatónleikar nóvembermánaðar sem allir fóru fram í hátíðarsal Stekkjaskóla, voru mjög fjölbreyttir og vandaðir, en flytjendur voru nær allar hljómsveitir og samspilshópar skólans auk einleikara.
Alls komu um 170 nemendur fram á tónleikunum, undir styrkri stjórn kennaranna.
Það er alltaf svo ótrúlega gaman að heyra vel undirbúna tónleika þar sem fagleg vinnubrögð og metnaður kennaranna og vinnusemi nemendanna skila sér í öruggum flutningi og þar með gleði 🙂
/Helga Sighv.

Gítardeildartónleikar 6.11.2024

Strengjadeildartónleikar 7.11.2024

Rytmískir deildartóneleikar 8.11.2024

Píanódeildartónleikar 11.11.2024

Blásaradeildartónleikar 12.11.2024

Blokkflautudeildartónleikar 13.11.2024