
„Burtu með fordóma“ – Fjölskyldutónleikar 1. maí í íþróttahúsi Vallaskóla
1. maí kl 15:00 - 17:00
Þann 1. maí kl. 15:00 verða haldnir tónleikar í íþróttahúsi Vallaskóla sem bera heitið „Burtu með fordóma“.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands, Tónlistarskóla Árnesinga, allra leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg og Menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. Tvíeykið Gunni og Felix sér um að tengja atriðin saman og syngja, en stjórnandi tónleikanna er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Miðaverð er 500 kr. fyrir 12 ára og yngri / 2.500 fyrir fullorðna – sjá hér: Burtu með fordóma | Tix
Upplýsingar um tónleikana af Tix-vefnum:
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands efnir til fjölskyldutónleika undir yfirskriftinni Burtu með fordóma. Efnisskráin er eins og nafnið gefur til kynna tileinkuð vináttu og samkennd, umburðarlyndi og ást. Tónleikarnir verða í Vallaskóla á Selfossi þann 1. maí og hefjast klukkan 15:00.
Hljómsveitin verður skipuð yfir 100 hljóðfæraleikurum sem margir hverjir eru nemendur í Tónlistarskóla Árnesinga. Þaðan kemur líka sönghópur nemenda sem kallast Söngfuglar og síðast en ekki síst munu elstu nemendur í leikskólum Árborgar koma fram með hljómsveitinni, auk þess að vera ráðgefandi í baráttunni gegn fordómum.
Felix Bergsson og Gunnar Helgason leiða sönginn og eru jafnframt kynnar á tónleikunum.
Konsertmeistari Greta Guðnadóttir.
Hljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi tónleikanna Guðmundur Óli Gunnarsson.