Landsmót strengja- og blásarasveita í október

Strengjamót á Akranesi & Landsmót skólalúðrasveita í Reykjavík

Strengja- og blásaranemendur héldu hvorir á sitt landsmót í október.

15 strengjanemendur tóku þátt í strengjamóti á Akranesi, sem haldið var 10. – 12. október. Fiðlukennarar skólans þeir Guðmundur Pálsson og Guðmundur Kristmundsson bæði æfðu hljómsveitir og héldu utan um nemendahóp skólans. Þetta strengjamót var með þeim allra fjölmennustu sem haldin hafa verið, eða 320 þátttakendur frá 19 tónlistarskólum.

Níu blásaranemendur úr Þorlákshöfn tóku þátt í landsmóti SÍSL (samband íslenskra skólalúðrasveita) í Reykjavík, sem haldið var 17. – 19. október. Gestur Áskelsson hélt utan um hópinn og fylgdi þeim mótsdagana.

Að mæta á mót sem þessi er mjög eflandi og hvetjandi fyrir nemendur, enda upplifun að fá tækifæri til að æfa og spila í stórri hljómsveit. Nemendur stóðu sig afskaplega vel á báðum stöðum og við þökkum kennurum okkar fyrir.

Myndir frá strengjamótinu:

                           

Nemendur frá Tónlistarskóla Árnesinga og Ragnæinga                                                                         Myndir frá tónleikum

/Helga Sighv.

2025-10-30T10:15:17+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi