Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust.
Í tilefni tímamótanna voru haldnir afmælishátíðartónleikar þann 15. nóvember í íþróttahúsinu á Laugarvatni og var þetta mikil tónlistarveisla. Undirbúningur tónleikanna hefur staðið frá því á síðustu vorönn og í haust hófust æfingar í öllum hljómsveitum, samspilshópum og kórum tónlistarskólans. Uppskeran var ríkuleg og stóðu nemendur sig með miklum sóma.
Um 250 nemendur, leikskólabörn (frá Flúðum og Reykholti) og tónlistarskólakennarar stigu á svið og um 500 áheyrendur glöddu okkur með nærveru sinni. EB-kerfi sáu um hljóðblöndun og gerðu það af mikilli fagmennsku.
Hjartans þakkir kæru nemendur og kennarar fyrir allan undirbúninginn og frábæra frammistöðu á tónleikunum!
/Helga Sighv.
Hér eru slóðir með fréttum frá viðburðinum:
Vísir – 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað
Magnús Hlynur – frá afmælistónleikum (nokkur myndskeið)
… og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá afmælistónleikunum.

Trommusláttur opnaði tónleikana. Söngfuglar og leikskólabörn úr Uppsveitum. Suzukibörn tilbúin, kynnir: Eyjólfur Eyjólfsson. Gítarleikarar. Einleikur: Óskar Iwan

Blokkflautusveitir fluttu þrjú lög. Píanóleikarar léku tilbrigði. Strengjasveitir sameinuðust í nokkrum lögum. Söngvarar sungu við undirleik kennara.

Blásarasveitir frá Selfossi og Þorlákshöfn. Rytmískar sveitir fluttu lagasyrpu.

Meðal gesta voru tveir fyrrum skólastjórar, þeir Jón Ingi Sigurmundsson og Róbert A. Darling.