Tónlistarskóli Árnesinga heimsækir 2. bekk allra grunnskóla í Árnessýslu, 5 sinnum á hverju vori. Grunnskólarnir eru 12 talsins og því eru þetta í allt 60 heimsóknir.
Verkefni okkar er að kynna öll hefðbundin hljóðfæri sem læra má á í tónlistarskólanum og fá nemendur stutta kynningu um hvert hljóðfæri fyrir sig. Að auki fá nemendur að heyra hvernig hljóðfærin hljóma, kennarar leika nokkur lög og að lokum syngjum við saman 1 -2 lög.
Það er alltaf gaman að koma í grunnskólana enda afskaplega vel tekið á móti tónlistarkennurunum.
Hér fyrir neðan eru myndir frá tveimur hljóðfærakynningum í liðinni viku. – Önnur fyrir Vallaskóla, í sal Tónlistarskólans við Eyraveg 9. Á þessari kynningu voru það Guðmundur Kr. og Ulle sem kynntu strengjahljóðfærin (fiðla, víóla og selló) og hin í Kerhólsskóla þar sem Vignir og Stefán kynntu rytmísk hljóðfæri og gítar.


/Helga Sighv.