Loading Events

Skólaslit verða aftur með hefðbundnu sniði í vor, eftir tveggja ára hlé.

Á hverjum kennslustað eru haldin skólaslit með tónlistarflutningi og afhendingu prófskírteina.

Dagskrá skólaslitanna er skemmtilega ólík og ræðst það af nemendafjölda. Á minnstu kennslustöðunum leika allir nemendur sveitarfélagsins og eru skólaslitin þá um leið vortónleikar nemendanna. Á stærri kennslustöðum eru leikin valin atriði sem sýna þversnið kennslunnar og á Selfossi koma nær eingöngu fram hljómsveitir og samspilshópar.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Skólaslitin eru 10 alls og verða sem hér segir:

mánud. 16. maí

17:00 – Flúðir – í Félagsheimili Hrunamanna

 

fimmtud. 19. maí

17:30 – Laugarvatn – í grunnskólanum

 

föstud. 20. maí

11:00 – Kerhólsskóli

16:00 – Reykholt – í Félagsheimilinu Aratungu

 

mánud. 23. maí

16:00 – Þjórsárskóli – í Félagsheimilinu Árnesi

18:00 – Stokkseyri/Eyrarbakki – í Barnaskólanum á Stokkseyri

18:00 – Þorlákshöfn – í Þorlákskirkju

 

þriðjud. 24. maí

16:00 – Flóaskóli – í Þjórsárveri

18:00 – Hveragerði – í Hveragerðiskirkju

 

miðvikud. 25. maí

18:00 – Selfoss – í Sunnulækjarskóla

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi