Hleð Viðburðir
This event has passed.

Laugardaginn 15. febrúar kl. 14:00 leikur strengjakvartett skólans á tónleikum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði.

Kvartettinn skipa þær Arndís Hildur Tyrfingsdóttir á víólu, Elísabet Anna Dudziak og Ingibjörg Ólafsdóttir á fiðlur og Katrín Birna Sigurðardóttir á selló.

Auk kvartettins koma fram Ragnar Geir Brynjólfsson á kontrabassa, Guðmundur Kristmundsson á víólu og Einar Bjartur Egilsson sem leikur á píanó.

Á dagskrá er kafli úr kvartett eftir Alexander Borodin og nokkur lög úr kvikmyndum, eftir Astor Piazzolla, Ennio Morricone og Nino Rota.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi