Ásgeir Sigurðsson fv. skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga látinn

Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga lést 16. október á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði, á 92. aldursári. Útförin fer fram frá Selfosskirkju 3. nóvember kl. 13:00.

Ásgeir var skólastjóri tónlistarskólans 1978 – 2000 og kenndi við skólann frá 1957 – 2007. Hann starfaði því við Tónlistarskóla Árnesinga í 50 ár. Auk þess stjórnaði hann Lúðrasveit Selfoss og Karlakór Selfoss um árabil. Ásgeir var alla tíð ötull útsetjari og hafa bæði lúðrasveitir og kórar notið þess.

Starfsmenn skólans senda aðstandendum Ásgeirs innilegar samúðarkveðjur.

/ Helga Sighv.

2025-10-30T10:39:18+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi