Blokkflautusveitin á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Helgina 14. og 15. desember tók eldri blokkflautusveit skólans (skipuð 10 blokkflautuleikurum og fjórum slagverksleikurum) þátt í fernum jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Þetta var mikið ævintýri og mjög spennandi verkefni að takast á við. Hópurinn stóð sig afskaplega vel og fékk hann mikið hrós fyrir frammistöðuna, fallegan leik og sviðsframkomu.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn á æfingu í Hörpu og í konsertklæðum á tónleikadag.

  

  

 

 

2019-12-17T10:37:12+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi