Hausttónleikar um alla sýslu

2025-12-02T14:12:30+00:00

Hausttónleikar kennaranna eru flestir að baki, en þeir allra síðustu eiga eftir að teygja sig inn í desembermánuð.

Á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara. Það er ótrúlega gaman að mæta á þessa ólíku tónleika á öllum kennslustöðum sýslunnar og sjá nemendur jafnt stíga sín fyrstu skref á sviði, eða leika flókin verk eftir margra ára tónlistarnám. – Allt er þetta jafn dýrmætt og hvert skref jafn mikilvægt 🙂

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá nokkrum hausttónleikanna.

/Helga Sighv.

  […]

Hausttónleikar um alla sýslu2025-12-02T14:12:30+00:00

70 ára afmælistónleikar Tónlistarskóla Árnesinga – glæsileg tónlistarveisla!

2025-11-18T11:34:22+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust.

Í tilefni tímamótanna voru haldnir afmælishátíðartónleikar þann 15. nóvember í íþróttahúsinu á Laugarvatni og var þetta mikil tónlistarveisla. Undirbúningur tónleikanna hefur staðið frá því á síðustu vorönn og í haust hófust æfingar í öllum hljómsveitum, samspilshópum og kórum tónlistarskólans. Uppskeran var ríkuleg og stóðu nemendur sig með miklum sóma.

Um 250 nemendur, leikskólabörn (frá Flúðum og Reykholti) og tónlistarskólakennarar stigu á svið og um 500 áheyrendur glöddu okkur með nærveru sinni. EB-kerfi sáu um hljóðblöndun og gerðu það af mikilli fagmennsku.

Hjartans þakkir kæru nemendur […]

70 ára afmælistónleikar Tónlistarskóla Árnesinga – glæsileg tónlistarveisla!2025-11-18T11:34:22+00:00

Ásgeir Sigurðsson fv. skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga látinn

2025-11-07T14:51:51+00:00

Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga lést 16. október á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði, á 92. aldursári. Útförin fer fram frá Selfosskirkju 3. nóvember kl. 13:00.

Ásgeir var skólastjóri tónlistarskólans 1978 – 2000 og kenndi við skólann frá 1957 – 2007. Hann starfaði því við Tónlistarskóla Árnesinga í 50 ár. Auk þess stjórnaði hann Lúðrasveit Selfoss og Karlakór Selfoss um árabil. Ásgeir var alla tíð ötull útsetjari og hafa bæði lúðrasveitir og kórar notið þess.

Starfsmenn skólans senda aðstandendum Ásgeirs innilegar samúðarkveðjur.

/ Helga Sighv.

Ásgeir Sigurðsson fv. skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga látinn2025-11-07T14:51:51+00:00

Landsmót strengja- og blásarasveita í október

2025-10-30T10:15:17+00:00

Strengjamót á Akranesi & Landsmót skólalúðrasveita í Reykjavík

Strengja- og blásaranemendur héldu hvorir á sitt landsmót í október.

15 strengjanemendur tóku þátt í strengjamóti á Akranesi, sem haldið var 10. – 12. október. Fiðlukennarar skólans þeir Guðmundur Pálsson og Guðmundur Kristmundsson bæði æfðu hljómsveitir og héldu utan um nemendahóp skólans. Þetta strengjamót var með þeim allra fjölmennustu sem haldin hafa verið, eða 320 þátttakendur frá 19 tónlistarskólum.

Níu blásaranemendur úr Þorlákshöfn tóku þátt í landsmóti SÍSL (samband íslenskra skólalúðrasveita) í Reykjavík, sem haldið var 17. – 19. október. Gestur Áskelsson hélt utan um hópinn og fylgdi þeim mótsdagana.

Að mæta á mót sem þessi er […]

Landsmót strengja- og blásarasveita í október2025-10-30T10:15:17+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga 70 ára – æfingar í fullum gangi

2025-10-22T11:11:20+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga 1955 – 2025

Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust.

Í tilefni af afmælinu verða haldnir hátíðartónleikar þann 15. nóvember kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

Á tónleikunum leiða saman hesta sína nemendur úr öllum hljóðfæra- og söngdeildum skólans auk þess sem leikskólabörn úr Uppsveitum og Flóa taka þátt í ævintýrinu. Það má því reikna með að flytjendur verði á annað hundrað. – Í verkefnavali er horft til tónskálda, útsetjara og hljómsveita úr Árnessýslu, auk þess sem tónbókmenntir hljóðfæranna fá að njóta sín.

Hljóðfærahópar og söngvarar æfa núna í öllum hornum skólans. […]

Tónlistarskóli Árnesinga 70 ára – æfingar í fullum gangi2025-10-22T11:11:20+00:00

Frístundamessan Selfossi – mikill áhugi

2025-09-30T14:56:55+00:00

Tónlistarskóli Árnesinga tók þátt í frístundamessu í íþróttahöllinni á Selfossi 5. og 6. september sl.

Mikill áhugi var fyrir upplýsingabás Tónlistarskólans og margir sem lögðu leið sína þangað og nálguðust upplýsingar um tónlistarnámið.

Dagarnir voru afskaplega líflegir og skemmtilegir – og bæði börn og foreldrar áhugasamir um starfsemi skólans.

 

Búið að stilla upp fyrir kynningu.

/Helga Sighv.

Frístundamessan Selfossi – mikill áhugi2025-09-30T14:56:55+00:00

Skólaslitum lokið – takk fyrir veturinn!

2025-05-28T12:15:36+00:00

Tónlistarskóla Árnesinga var slitið vikuna 21. – 28. maí með níu tónleikum. Hefð er fyrir því að slíta skólanum á hverjum kennslustað fyrir sig og skólaslitavikan því sannkallaður uppskerutími.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hinum ýmsu skólaslitum, en þau fóru fram í Félagsheimilum Hrunamanna á Flúðum, Þjórsárveri, Aratungu og Árnesi, í Skálholtskirkju, Þorlákskirkju, Hveragerðiskirkju og Selfosskirkju og í Barnaskólanum á Stokkseyri.

Með þessum myndum þökkum við nemendum okkar og foreldrum innilega fyrir samfylgdina í vetur!

/Helga Sighv.

[…]

Skólaslitum lokið – takk fyrir veturinn!2025-05-28T12:15:36+00:00

Smiðjuvikan lífleg að vanda

2025-05-28T11:08:59+00:00

Vikuna 4. – 8. maí var öll hefðbundin kennsla stokkuð upp og nemendum boðið að mæta í tónlistarsmiðjur/námskeið í staðinn. Boðið var upp á mjög fjölbreyttar smiðjur svo sem ýmis tónlistarspil og -leikir, kvikmyndasýning, kahood-spurningakeppni, innsýn gefin í galdra kvikmyndatónlistar, langspilssmiðja og Væbsmiðja, auk þess sem rýnt var dýpra í hljóma, liti og sögu tónlistar, svo fátt eitt sé talið.

Hér má sjá lítið sýnishorn frá nokkrum smiðjum:

  […]

Smiðjuvikan lífleg að vanda2025-05-28T11:08:59+00:00

Barokktónleikar söngdeildar í Selfosskirkju

2025-05-28T10:46:59+00:00

Söngdeild tónlistarskólans stóð fyrir barokktónleikum í Selfosskirkju 15. maí.

Á tónleikunum fluttu söngnemendur Eyjólfs og Margrétar lög frá endurreisnar- og barokktímanum (1450 – 1750), við sembalundirleik Esterar og sellóundirleik Uelle. Komu söngnemendur ýmist fram sem einsöngvarar eða í sönghópi og fluttu okkur aftur til fyrri tíma með lagavali og tilheyrandi meðleikshljóðfærum. – Virkilega falleg stund í Selfosskirkju.

   

 

/Helga Sighv.

 

Barokktónleikar söngdeildar í Selfosskirkju2025-05-28T10:46:59+00:00

Tónlistarflutningur við ýmis tækifæri

2025-05-28T10:32:12+00:00

Nemendur tónlistarskólans komu víða fram í maí. Má þar nefna þátttöku í Krakkabarokki í Selfosskirkju þar sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flutti fjölbreytta tónlist frá barokktímanum í félagi við tónlistarnemendur og kórsöngvara af Suðurlandi, hljóðfæraleik í fermingarveislum fjölskyldna, styrktartónleika og þing Landsbjargar á Selfossi þar sem leikið var fyrir um 500 þinggesti í íþróttahúsi Vallaskóla. – Alltaf gaman að geta stigið út í samfélagið með tónlistarflutning og gríðar góð reynsla fyrir nemendur.

/Helga Sighv.

Valdís Jóna og Marta Elísabet leika á styrktartónleikum

Frá þingi Landsbjargar í íþróttahúsi Vallaskóla (Mynd: www.dfs.is)

Tónlistarflutningur við ýmis tækifæri2025-05-28T10:32:12+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi