Skólaslitum lokið – takk fyrir veturinn!
2025-05-28T12:15:36+00:00Tónlistarskóla Árnesinga var slitið vikuna 21. – 28. maí með níu tónleikum. Hefð er fyrir því að slíta skólanum á hverjum kennslustað fyrir sig og skólaslitavikan því sannkallaður uppskerutími.
Hér má sjá nokkrar myndir frá hinum ýmsu skólaslitum, en þau fóru fram í Félagsheimilum Hrunamanna á Flúðum, Þjórsárveri, Aratungu og Árnesi, í Skálholtskirkju, Þorlákskirkju, Hveragerðiskirkju og Selfosskirkju og í Barnaskólanum á Stokkseyri.
Með þessum myndum þökkum við nemendum okkar og foreldrum innilega fyrir samfylgdina í vetur!
/Helga Sighv.