Skólaslitum lokið – takk fyrir veturinn!

2025-05-28T12:15:36+00:00

Tónlistarskóla Árnesinga var slitið vikuna 21. – 28. maí með níu tónleikum. Hefð er fyrir því að slíta skólanum á hverjum kennslustað fyrir sig og skólaslitavikan því sannkallaður uppskerutími.

Hér má sjá nokkrar myndir frá hinum ýmsu skólaslitum, en þau fóru fram í Félagsheimilum Hrunamanna á Flúðum, Þjórsárveri, Aratungu og Árnesi, í Skálholtskirkju, Þorlákskirkju, Hveragerðiskirkju og Selfosskirkju og í Barnaskólanum á Stokkseyri.

Með þessum myndum þökkum við nemendum okkar og foreldrum innilega fyrir samfylgdina í vetur!

/Helga Sighv.

[…]

Skólaslitum lokið – takk fyrir veturinn!2025-05-28T12:15:36+00:00

Smiðjuvikan lífleg að vanda

2025-05-28T11:08:59+00:00

Vikuna 4. – 8. maí var öll hefðbundin kennsla stokkuð upp og nemendum boðið að mæta í tónlistarsmiðjur/námskeið í staðinn. Boðið var upp á mjög fjölbreyttar smiðjur svo sem ýmis tónlistarspil og -leikir, kvikmyndasýning, kahood-spurningakeppni, innsýn gefin í galdra kvikmyndatónlistar, langspilssmiðja og Væbsmiðja, auk þess sem rýnt var dýpra í hljóma, liti og sögu tónlistar, svo fátt eitt sé talið.

Hér má sjá lítið sýnishorn frá nokkrum smiðjum:

  […]

Smiðjuvikan lífleg að vanda2025-05-28T11:08:59+00:00

Barokktónleikar söngdeildar í Selfosskirkju

2025-05-28T10:46:59+00:00

Söngdeild tónlistarskólans stóð fyrir barokktónleikum í Selfosskirkju 15. maí.

Á tónleikunum fluttu söngnemendur Eyjólfs og Margrétar lög frá endurreisnar- og barokktímanum (1450 – 1750), við sembalundirleik Esterar og sellóundirleik Uelle. Komu söngnemendur ýmist fram sem einsöngvarar eða í sönghópi og fluttu okkur aftur til fyrri tíma með lagavali og tilheyrandi meðleikshljóðfærum. – Virkilega falleg stund í Selfosskirkju.

   

 

/Helga Sighv.

 

Barokktónleikar söngdeildar í Selfosskirkju2025-05-28T10:46:59+00:00

Tónlistarflutningur við ýmis tækifæri

2025-05-28T10:32:12+00:00

Nemendur tónlistarskólans komu víða fram í maí. Má þar nefna þátttöku í Krakkabarokki í Selfosskirkju þar sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flutti fjölbreytta tónlist frá barokktímanum í félagi við tónlistarnemendur og kórsöngvara af Suðurlandi, hljóðfæraleik í fermingarveislum fjölskyldna, styrktartónleika og þing Landsbjargar á Selfossi þar sem leikið var fyrir um 500 þinggesti í íþróttahúsi Vallaskóla. – Alltaf gaman að geta stigið út í samfélagið með tónlistarflutning og gríðar góð reynsla fyrir nemendur.

/Helga Sighv.

Valdís Jóna og Marta Elísabet leika á styrktartónleikum

Frá þingi Landsbjargar í íþróttahúsi Vallaskóla (Mynd: www.dfs.is)

Tónlistarflutningur við ýmis tækifæri2025-05-28T10:32:12+00:00

Tveir nemendur ljúka námi – framhaldsprófstónleikar Karolinu og Sylvíu

2025-05-14T11:51:22+00:00

Tveir nemendur ljúka námi við Tónlistarskóla Árnesinga í vor með framhaldsprófi. Þetta eru þær Karolina Konieczna sem lýkur söngnámi og Sylvía Rossel sem lýkur blokkflautunámi.  Framhaldsprófi lýkur með opinberum tónleikum og fóru þeir fram 12. og 13. maí.

Karolina hélt söngtónleika í Selfosskirkju 12. maí. Ester Ólafsdóttir lék með á píanó, en að auki kom sönghópur tónlistarskólans fram og Anna María Konieczna söng með systur sinni.

Sylvía hélt blokkflaututónleika í Hveragerðiskirkju 13. maí. Meðleikarar hennar voru Guðjón Halldór Óskarsson á sembal og Uelle Hahndorf á selló. Að auki komu fram Daniel Cassidy á gítar, Hugrún Birna Hjaltadóttir á fiðlu, Kristín Jóh. Dudziak Glúmsdóttir […]

Tveir nemendur ljúka námi – framhaldsprófstónleikar Karolinu og Sylvíu2025-05-14T11:51:22+00:00

Sönghópur Tónlistarskóla Árnesinga með Sinfóníuhljómsveit Íslands 2. maí

2025-05-14T11:47:26+00:00

Sönghópur Tónlistarskóla Árnesinga tók þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem haldnir voru föstudaginn 2. maí í íþróttahúsi FSu, Iðu.

Fjöldi kóra tók þátt í tónleikunum auk sönghóps skólans, en það voru: Jórukórinn, Karlakór Hveragerðis, Kirkjukór Selfosskirkju, Sunnlenskar raddir, Söngsveit Hveragerðis og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar.

Hljómsveitarstjóri var Eva Ollikainen og einsöngvari Jóhann Kristinsson

Pallar íþróttahússins voru þéttsetnir og dýrmætt að sjá og heyra hljómsveitina, kórana og einsöngvarann flytja hvern gullmolann á fætur öðrum. – En mikið hefði verið gott að geta boðið upp á tónleikasal fyrir flutninginn.

/Helga Sighv.

 

Sinfóníuhljómsveit […]

Sönghópur Tónlistarskóla Árnesinga með Sinfóníuhljómsveit Íslands 2. maí2025-05-14T11:47:26+00:00

Glæsilegir píanóleikarar í heimsókn

2025-05-14T11:47:41+00:00

Föstudaginn 2. maí heimsóttu tveir ungir og framúrskarandi píanóleikarar Tónlistarskóla Árnesinga og héldu tónleika í sal skólans.

Þetta voru þeir Aristo Sham og Tom Borrow sem báðir hafa unnið til verðlauna í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Þeir Aristo og Tom komu svo fram í Listaháskóla Íslands daginn eftir, en það var Nína Margrét Grímsdóttir sem hélt utan um ferð þeirra til Íslands.

Tónleikarnir voru í einu orði sagt stórglæsilegir!

/Helga Sighv.

         

Tom Borrow          […]

Glæsilegir píanóleikarar í heimsókn2025-05-14T11:47:41+00:00

„Burtu með fordóma“-fjölskyldutónleikarnir 1. maí

2025-05-14T11:47:58+00:00

Þann 1. maí tóku um 100 nemendur og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga þátt í fjölskyldutónleikum með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands í íþróttahúsi Vallaskóla, sem kölluðust „Burtu með fordóma“. Á tónleikunum komu líka fram um 80 leikskólabörn úr Árborg og tvíeykið Gunni og Felix sáu um kynningar og sungu. Stjórnandi tónleikanna var Guðmundur Óli Gunnarsson.

Á tónleikunum voru flutt alls konar lög sem áttu það öll sameiginlegt að hvetja til vináttu og samvinnu. Var það mikið ævintýri fyrir bæði nemendur og kennara að fá tækifæri til að taka þátt í þessu stóra verkefni með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Nemendur voru allir til mikillar fyrirmyndar – augljóst að þeir […]

„Burtu með fordóma“-fjölskyldutónleikarnir 1. maí2025-05-14T11:47:58+00:00

Tónlistarflutningur úti í samfélaginu

2025-04-07T16:20:40+00:00

Tónlistarflutningur úti í samfélaginu

Auk hefðbundins tónleikahalds innan skólans fara nemendur alltaf af og til eitthvert út í samfélagið og leika á hinum ýmsu viðburðum. Má nefna að málmblásarahópur lék endurreisnartónlis í messu í Selfosskirkju 9. mars, píanó- og sellónemendur komu fram á samkomu eldri borgara í Reykholti 6. mars, söngnemendur á samkomu eldri borgara á Selfossi 20. mars og blokkflautunemandi kom fram á Margmála ljóðakvöldi í Listasafni Árnesinga 20. mars.

Með þessu móti nær skólinn að leggja til samfélagsins, nemendur fá æfingu í að koma fram og um leið verður það mikla starf sem fram fer innan tónlistarskólans, sýnilegt.

Hér fyrir neðan má […]

Tónlistarflutningur úti í samfélaginu2025-04-07T16:20:40+00:00

Skemmtilegir mið- og framhaldsdeildartónleikarnir í mars

2025-03-24T13:59:28+00:00

Mið- og framhaldstónleikar voru haldnir dagana 19. og 20. mars. Það er alltaf gaman að finna orkuna sem býr í þessum nemendahópum, því geta, leikni og sjálfsöryggi eru farin að skila sér í flutningnum og um leið verða verkefnin meira krefjandi. Nemendum, kennurum og meðleikurum eru færðar kærar þakkir fyrir allan undirbúninginn og ljúfar stundir 🙂

Hér fyrir neðan eru myndir frá mið- og framhaldsdeildartónleikunum.

   

Nemendur og kennarar að afloknum miðdeildartónleikum.   Nemendur, kennarar og meðleikarar í lok framhaldsdeildartónleika.

 

  […]

Skemmtilegir mið- og framhaldsdeildartónleikarnir í mars2025-03-24T13:59:28+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi