Strengjanemendur léku í Tívolí í Kaupmannahöfn
2022-06-16T19:29:55+00:00Fjórir fiðlunemendur Tónlistarskóla Árnesinga sóttu stutt hnitmiðað námskeið í Kaupmannahöfn í lok maí, ásamt tveimur nemendum úr MÍT og einum frá Tónskóla Sigursveins. Var námskeiðið undanfari árlegra vortónleika „Det danske Suzuki Institut” sem haldnir eru í Tívólí-tónleikasalnum í Kaupmannahöfn.
Tveir kennarar fylgdu íslenska hópnum, þau Guðmundur Kristmundsson og Greta Guðnadóttir fiðluleikari. Gefum Guðmundi orðið:
Eftir æfingar hér heima var haldið til Kaupmannahafnar þar sem sameinuðust nemendur frá Danmörku, Póllandi og Úkraínu. Æft var stíft daglangt 26. – 27. maí í “Músikhúsinu”, geysifallegu tónleikahúsi frá 18. öld sem staðsett er í miðborg Kaupmannahafnar. Þar er fjöldi sala af ýmsum stærðum og greinilegt að tónlistin […]