Dásamlegur flutningur í Seltjarnarneskirkju

Eyrún Huld Ingvarsdóttir, nemandi Tónlistarskóla Árnesinga, lék einleik á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Seltjarnarneskirkju 30. nóvember sl.

Á tónleikunum komu fram tveir einleikarar sem valdir voru úr hópi þátttakenda á lokahátíð Nótunnar (uppskeruhátíð tónlistarskólanna) sl. vor, þær Eyrún Huld og Þórunn Sveinsdóttir frá Allegro Suzukitónlistarskólanum. Kennari Eyrúnar er Guðmundur Pálsson fiðlukennari og til gamans má geta þess að Þórunn er barnabarn Guðmundar Kristmundssonar fiðlukennara við Tónlistarskóla Árnesinga 🙂

Flutningur Eyrúnar var mjög fallegur, öruggur og blæbrigðaríkur. Vorum við afskaplega stolt af þessum glæsilega fulltrúa skólans.

Meðfylgjandi eru myndir af Eyrúnu Huld og Þórunni að afloknum tónleikum.

2019-12-11T10:12:50+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi