Deildatónleikar í Stekkjaskóla og við Eyraveg

Hljóðfæradeildir tónlistarskólans halda sína deildatónleika í nóvember, en á þeim komu fram allar hljómsveitir og samspilshópar auk fjölda smærri samleiksatriða og einleiks.

Blásara-, blokkflautu-, gítar- og strengjadeildatónleikar voru haldnir í nýjum sal Stekkjaskóla sem var mjög gleðilegur viðburður, því þarna opnaðist glæsilegur tónleikasalur – bjartur og fallegur með góðum hljómburði, sem tekur vel 150 manns í sæti. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til að hlusta á ólíka hljóðfærahópa í þessum nýja sal og heyra hvað hann skilaði vel öllum tónlistarflutningi. Við óskum Árborgarbúum til hamingju með þessa góðu búbót!

Rytmísku deildartónleikarnir voru haldnir í sal skólans við Eyraveginn og gaman að heyra hvernig þessi yngsta hljóðfæradeild skólans hefur þroskast á þeim fáu árum sem hún hefur starfað. Fimmtud. 16. nóvember kl. 17:30 verða svo haldnir píanódeildartónleikar í félagsheimilinu Aratungu, þar sem fram komu nemendur á öllum námsstigum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá tónleikunum í Stekkjaskóla og við Eyraveg, en nemendur stóðu sig afskaplega vel og gaman að heyra hvað kennararnir höfðu undirbúið fjölbreytta og þétta dagskrá.

/ Helga Sighv.

Frá blásaradeildartónleikum 3. nóvember

Frá blokkflautudeildartónleikum 6. nóvember

Frá gítardeildartónleikum 8. nóvember

Frá strengjadeildartónleikum 9. nóvember

   

Frá rytmískum deildartónleikum 10. nóvember

2023-11-13T14:22:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi