Glæslileg tónlistarkennararáðstefnu í Hörpu 8. og 9. sept.

Dagana 8. og 9. september sóttu tónlistarskólakennarar af öllu landinu ráðstefnu í Hörpu, undir yfirskriftinni TÓNLIST ER FYRIR ALLA.

Viðfangsefni og erindi ráðstefnunnar voru mjög fjölbreytt, en þau áttu það sammerkt að horft var fram á veginn varðandi tónlistarkennslu og hlutverk tónlistar í samfélaginu.

Fjölmargir fyrirlesarar voru með framsögu og í framhaldi umræðutorg þar sem tónlistarkennarar tóku þátt. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna að tónlistardeild Listaháskóla Íslands rýndu í stöðu tónlistarskólakefisins og tónlistarmenntunar á háskólastigi. Kynnt voru ýmis verkefni þar sem spuni, tónsköpun og lagasmíðar eru í fyrirrúmi, auk samstarfsverkefna tónlistarskóla. Kynntar voru nýjustu rannsóknir varðandi jákvæð áhrif tónlistar á heilastarfsemi frá vöggu til grafar og hvernig tónlistarnám ætti að vera hluti af lífsgæðum og velferð allra. Í þessu sambandi var t.d. rætt um tónlist og heilabilun/eldri borgara og tónlist og börn og rýnt í rannsóknir á áhrifum tónlistar og verkefni sem eru í gangi.

Ráðstefnan var kærkomið tækifæri fyrir tónlistarkennarana til að fá innsýn í það sem efst er á baugi og nýjustu rannsóknir á sviði tónlistar og tónlistarmenntunar.

 

 

Tónlistaratriði við setningu ráðstefnunnar. Ikuzus strengjasveitin.    Umbra hóf dagskrá á öðrum degi.

Niðurstöður rannsókna um áhrif tónlistariðkunar á heilastarfsemi (dr. Helga Rut Guðmundsdóttir).

         

Rýnt í nýtt námsefni.                              Fjölmörg erindi voru haldin.

   

Fjöldi verkefna var kynntur og umræðuhópar ræddu viðfangsefni, auk þess sem þátttakendur í sal gátu lagt inn spurningar til umræðu.

/Helga Sighv.

2023-01-27T08:29:02+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi