Erlendir gestir heimsækja tónlistarskólann

Tónlistarskólinn fær reglulega hópa erlendra gesta í heimsókn.

12. mars sl. kom hópur nemenda frá Berlín, sem stundar nám vegna starfa við aðhlynningu. Íslandsheimsókn er hluti námsins og heimsækja nemendur ýmsa skóla og stofnanir sem tengjast viðfangsefninu. Í tónlistarskólanum fá gestirnir upplýsingar um starfsemi skólans og tónlistarkennslu á Íslandi og fá um leið tækifæri til samtals um áhrif tónlistariðkunar á heilann og líðan.

Á myndinni má sjá hópinn að afloknu erindi.

/Helga Sighv.

 

2024-03-15T16:46:29+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi