Eyrún Huld vann F. Janiewicz keppnina 2020, í sínum aldursflokki

Það er ánægjulegt hve líflegt skólastarfið er þrátt fyrir allt.

Eyrún Huld Ingvarsdóttir tók þátt í fiðlukeppni á vegum pólska sendiráðsins í haust. Vegna Covid var hætt við tónleika, en nemendur sendu inn myndband með hljóðfæraleiknum í staðinn.

Eyrún lék 3. þátt úr konsert í g-moll eftir Vivaldi og Salut d’amour eftir Edward Elgar, við undirleik Einars Bjarts Egilssonar.

Í gær var tilkynnt um úrslit, þar sem Eyrún Huld vann í sínum aldursflokki.

Við sendum Eyrúnu og kennara hennar Guðmundi Pálssyni innilegar hamingjuóskir!

 

2020-12-14T14:46:09+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi