Fjölbreytt hlutverk tónlistarskólans

Verkefni nemenda og kennara tónlistarskólans eru mjög fjölbreytt.

Auk hefðbundinna tónleika og heimsókna eru nemendur og kennarar sýnilegir víða í samfélaginu.

Þeir heimsækja hjúkrunarheimili reglulega allan veturinn með hljóðfæraleik og söng. Hér má sjá fiðlunemendur leika á Fossheimum fyrr í vetur.

    

Nokkrir nemendur léku á upplestrarkeppnum grunnskólanna í liðinni viku. – Meðfylgjandi myndir voru teknar í Vallaskóla 28. mars.

 

Kennarar eru allan veturinn á flakki milli grunnskóla með hljóðfærakynningar og heimsækja nemendur í öðrum bekk í Árnessýslu. Fyrstu kynningar byrja í október og kynnast þá börnin píanói og rytmísku hljóðfærunum s.s. trommu, rafgítar- og bassa. Þá koma kynningar á strokhljóðfæri og tréblásturshljóðfæri og þessar vikurnar eru málmblásturshljóðfærin kynnt. Í morgun var kynning á Stokkseyri og í Flóaskóla og meðfylgjandi mynd tekin á málmblásturskynningu.

Tveir kennarar skólans, þeir Jóhann Stefánsson og Jón Bjarnason, léku í gær fyrir nemendur í 4. og 5. bekk Sunnulækjarskóla í Selfosskirkju. Viðfangsefnið var „Myndir á sýningu“ eftir Mussorgskíj. Mjög gott innlegg í reynslubanka barnanna sem fengu um leið góða útivist með því að ganga á tónleikana.

Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga þakkar innilega góðar móttökur á öllum stöðum og viðburðum.

 

 

2020-03-12T16:56:05+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi