Fulltrúar Tónlistarskóla Árnesinga á svæðistónleikum Nótunnar

Á Degi tónlistarskólanna 9. febrúar, fengu áheyrendur það skemmtilega verkefni að velja lög/flytjendur sem þóttu skara framúr á hverjum tónleikum. Deildarstjórar völdu úr þeim nemandahópi, fulltrúa Tónlistarskóla Árnesinga til þátttöku á svæðistónleika Nótunnar í Salnum Kópavogi, laugard. 16. mars.

Valið var vandasamt, enda stóðu allir flytjendur sig afskaplega vel.

Eftirtaldir nemendur urðu fyrir valinu, hvert úr sínum flokki:
Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson, píanó – frumsamið verk
Eyrún Huld Ingvarsdóttir, fiðla – einleikur
Sædís Lind Másdóttir, söngur – einsöngur
Rytmasveitin No Sleep (Gylfi Þór Ósvaldsson rafgítar, Jakob Unnar Sigurðarson rafbassi, Valgarður Uni Arnarson rafgítar og Þröstur Ægir Þorsteinsson trommur) – samspil, opinn flokkur.

Við óskum þessum nemendum góðs gengis á Nótu-tónleikunum í Kópavogi.

Dagskrá verður birt um leið og hún liggur fyrir.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn

2019-03-04T12:58:59+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi