Glæsilegir framhaldsprófstónleikar Írisar Beötu

Íris Beata Dudziak, lauk framhaldsprófi í píanóleik með tilheyrandi framhaldsprófstónleikum í Hveragerðiskirkju þann 16. mars. Flutti Íris glæsilega einleiksdagskrá sem lauk með samleiksatriði með strengjakvartett skólans. Við óskum Írisi innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og frábæra frammistöðu. Íris stundaði lengst af píanónám við Tónlistarskóla Rangæinga, en Ester Ólafsdóttir píanókennari leiddi hana síðasta spölinn hér hjá okkur.

 

2021-03-23T08:41:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi