Glæsilegir píanóleikarar í heimsókn

Föstudaginn 2. maí heimsóttu tveir ungir og framúrskarandi píanóleikarar Tónlistarskóla Árnesinga og héldu tónleika í sal skólans.

Þetta voru þeir Aristo Sham og Tom Borrow sem báðir hafa unnið til verðlauna í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum. Þeir Aristo og Tom komu svo fram í Listaháskóla Íslands daginn eftir, en það var Nína Margrét Grímsdóttir sem hélt utan um ferð þeirra til Íslands.

Tónleikarnir voru í einu orði sagt stórglæsilegir!

/Helga Sighv.

         

Tom Borrow                                                             Aristo Sham                                                              Aristo og Tom ásamt Nínu Margréti

https://www.aristosham.net/

https://www.tomborrow.com/

2025-05-14T11:47:41+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi