Hausttónleikar um alla sýslu

Hausttónleikar kennaranna eru flestir að baki, en þeir allra síðustu eiga eftir að teygja sig inn í desembermánuð.

Á hausttónleikum fá nemendur að njóta sín sem einleikarar og fá þjálfun í framkomu, hver hjá sínum kennara. Það er ótrúlega gaman að mæta á þessa ólíku tónleika á öllum kennslustöðum sýslunnar og sjá nemendur jafnt stíga sín fyrstu skref á sviði, eða leika flókin verk eftir margra ára tónlistarnám. – Allt er þetta jafn dýrmætt og hvert skref jafn mikilvægt 🙂

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá nokkrum hausttónleikanna.

/Helga Sighv.

   

     

       

              

     

     

     

 

 

2025-12-02T14:12:30+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi