Hljóðfærakynningar í 2. bekk grunnskólanna

Einn af föstum þáttum í starfi Tónlistarskóla Árnesinga er að heimsækja 2. bekk í öllum grunnskólum Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Aðstæður hafa verið misjafnar í haust og breyst milli daga, svo við höfum þurft að fresta heimsóknum, en þrátt fyrir ýmiskonar hömlur á skólastarfi hefur okkur tekist að vera með hljóðfærakynningar í fjórum skólum í haust. Öllum kynningum hefur núna verið frestað fram yfir 17. nóvember.

Í október heimsótti 2. bekkur Vallaskóla tónlistarskólann og kynntist rytmískum hljóðfærum og klassískum gítar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Vigni kynna gítarinn.

Við þökkum nemendum og kennurum Vallaskóla innilega fyrir komuna.

2020-11-03T15:35:51+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi