Hljóðfærakynningar í grunnskólum Árnessýslu

Deildarstjórar og kennarar Tónlistarskóla Árnesinga heimsækja núna nemendur í 2. bekk allra grunnskóla Árnessýslu með hljóðfærakynningar.

Hver skóli fær fimm heimsóknir í allt, en í hverri heimsókn er lögð áhersla á ákveðinn hljóðfæraflokk. Í fyrstu heimsókn er klassískur gítar og rytmísku hljóðfærin kynnt, í annarri heimsókn koma strengjahljóðfæri, þá tréblásturshljóðfæri og loks málmblásturshljóðfæri. Í lokatímanum er píanóið kynnt, farið í upprifjun og sungið, eins og reyndar í öllum heimsóknunum.

Við þökkum innilega fyrir hlýjar móttökur í grunnskólunum!

Frá hljóðfærakynningum fyrir nemendur í Vallaskóla og í Reykholti.

2022-03-29T09:05:44+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi