Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

Það var lítið um hefðbundna jólaspilamennsku í desember vegna Covid. Samt sem áður náðum við mjög skemmtilegu verkefni með um 60 nemendum og kennurum þann 16. desember þegar fram fóru upptökur á jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga 2021. Vegna fjöldatakmarkana var nemendum skipt í fimm hæfilega stóra hópa sem teknir voru upp hver fyrir sig.

Margir kennarar undirbjuggu nemendur og aðstoðuðu við upptökur.

 

Með jólakveðju Tónlistarskóla Árnesinga sendum við nemendum og fjölskyldum þeirra óskir um gleðileg jól og gott nýtt ár.

Takk fyrir allar góðar stundir á árinu sem er að líða 😊

 

Jólakveðjan er undir þessari slóð: Jólakveðja Tónlistarskóla Árnesinga

2022-01-06T07:59:59+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi