Jólakveðja tónlistarskólans

Jólakveðja tónlistarskólans 2023 var tekin upp 13. desember. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir.

– – –

Starfsfólk Tónlistarskóla Árnesinga óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með þökkum fyrir árið sem er að líða.

Jólakveðjuna í ár flytja hjóðfæra- og söngnemendum skólans ásamt kennurum.

Lagið er Gleði og friðarjól eftir Magnús Eiríksson í útsetningu Jóhanns I. Stefánssonar.

Einsöngvari er Rúnar Baldvin Felixson.

 

Sjá hér: https://fb.watch/p5GL7ro2L0/

Megi árið 2024 verða ykkur gæfuríkt og farsælt á tónlistarbrautinni.

– – –

Að vanda koma margir kennarar að undirbúningi, flutningi og upptökum jólakveðjunnar:

Margrét S. Stefánsdóttir stjórnaði söngfuglum og söngvurum

Vignir Ólafsson stjórnaði rytmísku bandi og lék á rafgítar

Örlygur Benediktsson lék á klarínettu

Ulle Hahndorf lék á selló

Stefán I. Þórhallsson lék á trommu og sá um upptökur

Jóhann I. Stefánsson sá um útsetningar og upptökur

Guðmundur Kristmundsson sá um klippingu jólakveðjurnnar

Að auki fengu nemendur liðsinni sinna einkakennara við æfingar

2024-03-07T09:10:53+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi