Líflegt tónleikahald á haustönn

Það má segja að skólastarf hafi farið af stað með mikilum krafti í haust, því það sem af er vetri hafa yfir 100 viðburðir verið skráðir þar sem nemendur hafa komið fram.

Líflegast var tónleikahaldið í nóvember og desember, með átta deildatónleikum, stórtónleikum með lögum Gunnars Þórðarsonar á Laugarvatni, fjölda hausttónleika og Suzuki-útskriftartónleika, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Selfosskirkju, jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu, jólaballi Suzukideildar og loks með jólaspilamennslu úti í samfélaginu í desember.

Það að komast aftur út í samfélagið með nemendum að leika jólalög og aðra fallega tónlist fyrir samborgarana var reglulega ánægjulegt, en viðkomustaðirnir voru fjölmargir. Má nefna hjúkrunarheimili, fundi félagasamtaka, samkomur eldri borgara, verslanir, grunnskóla og leikskóla. Við þökkum innilega hlýjar móttökur á öllum þessum stöðum.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn frá hausttónleikum, Suzuki-útskriftartónleikum og jólaspilamennsku í desember.

/Helga Sighv.

2023-01-27T08:26:26+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi