Líflegt vor – tónleikahald

Vortónleikar / Suzukiútskriftir

Það hefur lítið farið fyrir opinberum tónleikum allt sl. ár. Við fengum smá tónleikaglugga í mars þar sem náðist að halda mið- og framhaldsdeildartónleika og eina framhaldsprófstónleika með nokkrum tónleikagestum. Að öðru leiti hefur tónleikum verið þannig háttað að nemendur hafa leikið hver fyrir annan og/eða tónleikar teknir upp og upptökur sendar til foreldra.

Það hefur því verið mjög ánægjulegt núna í maí, þegar slaknaði á sóttvarnarráðstöfunum, að við höfum aftur getað boðið foreldrum á tónleika. Maímánuður hefur verið mjög líflegur með fjölda smátónleika um alla sýslu auk framhaldsprófstónleikanna tveggja í byrjun mánaðar. Þá hafa Suzukiútskriftartónleikar aftur verið haldnir með eðlilegum hætti.

Að auki hafa stöku nemendur komist ,,út í bæ’’. Náðu t.d. söngnemendur að syngja fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimili, söngfuglar að syngja fyrir gesti á bókasafni og blásarasveit að spila fyrir samnemendur í grunnskóla. Það má því segja að eftir langa þurrkatíð í tónleika- og viðburðahaldi sé allt að lifna, rétt eins og sunnlenska vorið 🙂

Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af þeim hópi sem komið hefur fram á tónleikum vorsins.

 

  

 

 

 

2021-06-04T13:15:52+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi