Píanóhringekja og heimsókn

Laugardaginn 16. nóvember fékk skólinn góða gesti, þegar 30 píanónemendur úr Tónskóla Sigursveins komu í heimsókn, ásamt fjórum kennurum. Hópurinn tók strætó á Selfoss og mætti um kl. 10:00 í tónlistarskólann, þar sem píanónemendur og kennarar TÁ tóku á móti þeim. Fyrir hádegi voru æfð fjórhent og sexhent lög í öllum stofum, þá kom stuttur útileikjatími í vetrarblíðunni í Sigtúnsgarði og loks píanó-hringekjutónleikar í sal skólans. Í lok dagskrár komu allir saman og fengu sér pizzu áður en haldið var heim á ný. Við þökkum nemendum og kennurum Tónskóla Sigursveins innilega fyrir komuna.

2019-11-18T09:24:00+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi