Samæfing söngfugla

Sameiginleg æfing söngfugla varð loks að veruleika þann 21. október, þegar söngfluglar frá Flúðum, Hveragerði og Selfossi hittust eftir langa bið. Söngfuglar eru 10 – 15 ára nemendur sem fá söngþjálfun í litlum hópum og var sungið af hjartans list undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur og Margrétar S. Stefánsdóttur.

Allt starf stærri hópa og sameiginleg verkefni hafa verið þung í skauti sl. tvö ár og því voru nemendur og kennarar mjög þakklátir fyrir að geta loks hist og sungið saman.

2021-11-05T10:50:54+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi