Skemmtilegir svæðistónleikar Nótunnar í Salnum Kópavogi

Svæðistónleikar Nótunnar (uppskeruhátíðar tónlistarskóla) fóru fram í Salnum í Kópavogi laugard. 19. mars. Á tónleikunum komu fram nemendur frá Suðurlandi, Suðurnesjum og úr Kraganum, þ.á.m. þrjú atriði frá Tónlistarskóla Árnesinga:

Rytmíska sveitin ÍSA-tríó, flutti lagið So what eftir Miles Davis, en sveitina skipa þeir Ívar Dagur Sævarsson rafgítar, Arilíus Smári Orrason, rafbassi og Samúel Guðmundsson trommur,

Arnar Gísli Sæmundsson söng við undirleik Margrétar S. Stefánsdóttur lagið Parla più piano eftir Nino Rota úr kvikmyndinni Guðföðurnum og

þrír gítarleikarar, þeir Albert Hellsten Högnason, Ásgeir Ægir Gunnarsson og Guðbergur Davíð Ágústsson léku Partial Eclipse eftir Richard Charlton.

Allir stóðu nemendurnir sig afskaplega vel og skólanum til mikils sóma. Kennurum þeirra, þeim Vigni Ólafssyni, Margréti S. Stefánsdóttur og Birgit Myschi eru færðar kærar þakkir fyrir undirbúninginn.

Margrét og Arnar Gísli                                                             ÍSA-tríó: Ívar Dagur, Samúel og Arilíus Smári          Albert, Ásgeir Ægir og Guðbergur Davíð

Nótan | Kennarasamband Íslands (ki.is)

2022-03-21T14:37:21+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi