Skemmtilegt strengjamót á Selfossi

Strengjamót var haldið á Selfossi 7. – 8. október, en mótið sóttu um 250 strengjanemendur alls staðar að af landinu.

Nemendum var skipt í fjórar strengjasveitir eftir getu, en stjórnendur voru Örnólfur Kristjánsson, Kristján Matthíasson, María Weiss og Guðmundur Óli Gunnarsson.

Mótið var mjög skemmtilegt og strengjanemendur stóðu sig afskaplega vel á æfingum sem fóru fram í Vallaskóla, Fjölbrautaskóla Suðurlands og í Tónlistarskóla Árnesinga.

Vegna slæmrar veðurspár var lokatónleikum flýtt frá sunnudegi til laugardagskvölds, en þeir fóru fram í Iðu, íþróttahúsi FSu, fyrir troðfullri stúku áheyrenda. Voru tónleikarnir afskaplega skemmtilegir og ótrúlegt hvað afrakstur æfingadaganna tveggja var glæsilegur.

Kynnir á tónleikunum var Magnea Gunnarsdóttir og virkjaði hún áheyrendur í söng og leik á milli atriða.

 

Við þökkum mótsgestum (nemendum, kennurum og foreldrum) innilega fyrir komuna!

 

Það koma margar hendur að verki við undirbúning og utanumhald með svona stóru móti.

Strengjakennurum skólans og foreldrum sem héldu utan um nemendur á mótinu, þökkum við alla aðstoðina.

Þá viljum við þakka Guðmundi Pálssyni fiðlukennara sérstaklega fyrir allan undirbúning og utanumhald mótsins.

/Helga Sighv.

         

Frá æfingu bláu sveitarinnar í tónlistarskólanum, undir stjórn Guðmundar Óla       Græna sveitin undir stjórn Maríu Weiss, ásamt Arnari Gísla Sæmundssyni

             

Magnea Gunnarsdóttir kynnir                                    Gula sveitin undir stjórn Örnólfs Kristjánssonar     Rauða sveitin undir stjórn Kristjáns Matthíassonar

 

   

Troðfull stúka                                                         Allar sveitir sameinaðar í lokalagi

 

Stjórnendum og flytjendum klappað lof í lófa

2023-01-27T08:28:30+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi