Skemmtilegur þematónleikadagur 20. apríl

Þematónleikadagur 20. apríl

Það var þétt dagskrá hjá kennurum og nemendum skólans, þegar haldnir voru sex þematónleikar á fjórum stöðum í Árnessýslu laugard. 20. apríl. Viðfangsefni tónleikanna var Eurovision-tónlist.

Það var gaman að sjá og heyra hve vel kennurum tókst að undirbúa þetta verkefni með nemendum sínum, þar sem nótur liggja ekki á lausu. Það var því undir kennurum komið að útbúa hæfilegt efni fyrri nemendur. Stundum reyndi líka á að búa til tengingu við efnið ef ekkert Eurovisionlag hentaði og mátti heyra t.d. önnur lög eftir ABBA, lög úr fyrri sönglagakeppnum innanlands, tónlistarstílar tengdir við þemað og margt fleira.

Kærar þakkir kennarar og nemendur fyrir allan undirbúninginn og skemmtilegan dag 🙂

                                                    

/Helga Sighv. 

2024-05-16T17:08:31+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi