Skólahald 3. – 17. nóvember

Til foreldra og nemenda

3. – 17. nóvember gilda hertar sóttvarnarreglur.

– Reglugerð um skólahald í heild sinni má sjá hér

 

Kennsla í tónlistarskólanum verður sem hér segir til 17. nóvember:

* Allir einkatímar og undirleikstímar geta haldið óbreyttir áfram skv. stundaskrá. – Staðkennsla.

Vinsamlegast hafið samband við kennara ef breyta þarf kennslustundum vegna breyttra aðstæðna.

 

* Tónfræði færist öll í fjarkennslu.

Gott að þið undirbúið aðstæður heimafyrir svo nemendur geti tengst tónfræðitímum, t.d. ef foreldrar eru ekki heima.

– Tónfræðikennarar kynna fyrirkomulag kennslunnar og/eða senda slóðir í tölvupósti.

 

* Samspilstímar (þar á meðal Suzuki-hóptímar) og hljómsveitaæfingar falla niður.

 

Helstu reglur um nemendur tónlistarskólans:

– Vandaður handþvottur fyrir tíma

– Halda fjarlægðir (2 m.)

– Grímuskylda nemenda 5. bekk og eldri (undanþága um blásara- og söngnemendur í tímum).

– Enginn mætir veikur/kvefaður í skólann.

– Hámarksfjöldi einstaklinga í rými: 10

– Kennarar spritta snertifleti milli nemenda

     

2020-11-03T15:37:51+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi