Sönghópur Tónlistarskóla Árnesinga tók þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem haldnir voru föstudaginn 2. maí í íþróttahúsi FSu, Iðu.
Fjöldi kóra tók þátt í tónleikunum auk sönghóps skólans, en það voru: Jórukórinn, Karlakór Hveragerðis, Kirkjukór Selfosskirkju, Sunnlenskar raddir, Söngsveit Hveragerðis og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar.
Hljómsveitarstjóri var Eva Ollikainen og einsöngvari Jóhann Kristinsson
Pallar íþróttahússins voru þéttsetnir og dýrmætt að sjá og heyra hljómsveitina, kórana og einsöngvarann flytja hvern gullmolann á fætur öðrum. – En mikið hefði verið gott að geta boðið upp á tónleikasal fyrir flutninginn.
/Helga Sighv.
Sinfóníuhljómsveit Íslands og kórar Hljómsveitin ásamt Evu og Jóhanni