Sóttvarnareglur frá 1. mars í skólum

Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi 1. mars (gilda til 30. apríl). Um er að ræða allnokkrar tilslakanir sem við gleðjumst mjög yfir,

en við höldum áfram persónulegum smitvörnum með handþvotti og sprittun – og mætum ekki veik/kvefuð í tónlistarskólann.

Foreldrar eru beðnir um að bera áfram grímur þegar þeir mæta í skólann.

– – –

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Sjá HÉR

Helstu reglur fyrir tónlistarskóla:

 

Hámarksfjöldi einstaklinga í rými = 50 (starfsmenn + fullorðnir)

 

Hámarksfjöldi nemenda í rými = Fylgir reglum viðkomandi skólastigs:

– leikskóli: engin fjöldamörk,

– grunn-, framhalds- og háskóli: 150

 

Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk og nemenda = 1 metri

 

Grímunotkun = Þar sem 1 metra bil er ekki mögulegt

 

Grímunotkun nemenda = Fylgir reglum viðkomandi skólastigs:

– leik- og grunnskóli: ekki grímunotkun,

– framhalds- og háskóli: Ef ekki er hægt að tryggja 1 metra bil milli einstaklinga.

 

– Tilfærsla starfsfólks milli hópa = Heimil

 

Viðburðir = Heimilað, skv. fjölda- og nálægðartakmörkunum hvers skólastigs eða reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

– leik- og grunnskólar = 200 (hámark)

– framhalds- og háskólar = 150 (hámark)

2021-03-02T09:23:15+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi