Í júní sl. fékk tónlistarskólinn 300.000 kr. styrk frá Rótarýklúbbi Selfoss, til kaupa á gagnvirkum skjá til tónfræðikennslu á Selfossi.
Magnús Hlynur Hreiðarsson formaður Rótarýklúbbsins, afhenti skjáinn formlega þann 2. desember, en skjárinn nýtist tónfræðikennurum mjög vel.
Tónlistarskóli Árnesinga þakkar Rótarý innilega fyrir stuðninginn!
Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri
