Styrkur frá Rótarý til kaupa á skjá

Í júní sl. fékk tónlistarskólinn 300.000 kr. styrk frá Rótarýklúbbi Selfoss, til kaupa á gagnvirkum skjá til tónfræðikennslu á Selfossi.

Magnús Hlynur Hreiðarsson formaður Rótarýklúbbsins, afhenti skjáinn formlega þann 2. desember, en skjárinn nýtist tónfræðikennurum mjög vel.

Tónlistarskóli Árnesinga þakkar Rótarý innilega fyrir stuðninginn!

Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri

2025-12-12T14:27:00+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi