Suzuki-gítarsveit tók þátt í Nótunni í Hörpu

Hátíðartónleikar Nótunnar fóru fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 19. mars, en Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna á landsvísu.

Mikið líf var í Hörpu allan daginn, með þrennum tónleikum í Eldborg, vinnusmiðjum og tónlistarflutningi í Hörpuhorni. Að þessu sinni sendu tónlistarskólar alls staðar að af landinu hópatriði (hljómsveitir eða samspilshópa) til þátttöku á tónleikunum.

Suzuki-gítarhópur undir stjórn Birgitar Myschi, við undirleik Kristins Freys Kristinssonar var framlag Tónlistarskóla Árnesinga í ár. Stóðu nemendur og kennarar sig afkaplega vel og voru skólanum til mikils sóma. Á þessari slóð má sjá nokkrar myndir frá Nótunni: Nótan 2023 – MYNDIR | Kennarasamband Íslands (ki.is)

– Takk fyrir allan undirbúninginn og frábæra frammistöðu í Hörpu!

 

Frá æfingu fyrir tónleika.                                  Suzuki-gítarhópurinn á sviði í Eldborgarsal Hörpu

/Helga Sighv.

2023-03-24T08:47:16+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi