Kennarar tónlistarskólans tóku sig til og buðu fyrrverandi kennurum skólans sem komnir eru á eftirlaun í morgunkaffi þann 10. apríl. Urðu þar fagnaðarfundir og nutu bæði núverandi og fyrrverandi kennarar samverustundarinnar.
Auk þess að drekka saman kaffi og gæða sér á kræsingum, hlýddu gestir á stutta dagskrá.
Þrír nemendur stigu á stokk, þau Sif Káradóttir, Grímur Chunkuo Ólafsson og Arnar Gísli Sæmundsson, en Suncana Slamnig sá um undirleikinn. Þá söng kennarakórinn tvö lög sem tengdust gestunum. Bæði lögin voru í útsetningu Ásgeirs Sigurðssonar, annað lagið var eftir Sigfús Ólafsson og texti hins lagsins eftir Hjört Þórarinsson. Kolbrún Berglind flutti gullmola úr kennslustundum og loks færði Hjörtur Þórarinsson skólanum tvær bækur; Sígild tónlist og Æska Mozarts.
Skólinn þakkar Hirti kærlega fyrir þessar gjafir og fleiri bækur sem hann hefur fært skólanum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá þessari skemmtilegu stund.
Suncana og Sif Grímur Suncana og Arnar Gísli Kolbrún Berlind
Kennarakórinn Margrét og Ingveldur Ragnheiður, Róbert og Ragnhildur – Skafti, Unnur Birna og Guðrún
Okkar góðu gestir:
Hörður, Ásgeir, Hjörtur, Sigfús, Svanborg, Róbert, Ragnheiður, Ingveldur, Jón Ingi og Edda.