Tónleikar söngnemenda ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Jóni Sigurðssyni

Tónleikar söngnemenda ásamt Sólrúnu Bragadóttur og Jóni Sigurðssyni voru haldnir 28. febrúar. Sólrún og Jón fluttu fjölbreytta söngdagskrá og á milli stigu þrír söngnemendur skólans á svið til skiptis.

Það er alltaf gefandi að fá að undirbúa tónleika með atvinnutónlistarmönnum, en allt slíkt samstarf kryddar skólastarfið og gefur mikið af sér til nemendanna. Þetta samstarf heldur áfram í apríl, þegar söngnemendur sækja meistaranámskeið hjá Sólrúnu og Jóni.

Nemendur sem komu fram á tónleikunum voru þau Karolina Konieczna, Kristína G. Guðnadóttir og Davíð Art Sigurðsson.

Við þökkum gestum og flytjendum innilega fyrir skemmtilega kvöldstund.

/Helga Sighv.

2024-03-07T09:24:23+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi