70 ára afmælistónleikar Tónlistarskóla Árnesinga – glæsileg tónlistarveisla!

Tónlistarskóli Árnesinga var settur í fyrsta sinn í október árið 1955 og fagnar því 70 ára afmæli í haust.

Í tilefni tímamótanna voru haldnir afmælishátíðartónleikar þann 15. nóvember í íþróttahúsinu á Laugarvatni og var þetta mikil tónlistarveisla. Undirbúningur tónleikanna hefur staðið frá því á síðustu vorönn og í haust hófust æfingar í öllum hljómsveitum, samspilshópum og kórum tónlistarskólans. Uppskeran var ríkuleg og stóðu nemendur sig með miklum sóma.

Um 250 nemendur, leikskólabörn (frá Flúðum og Reykholti) og tónlistarskólakennarar stigu á svið og um 500 áheyrendur glöddu okkur með nærveru sinni. EB-kerfi sáu um hljóðblöndun og gerðu það af mikilli fagmennsku.

Hjartans þakkir kæru nemendur og kennarar fyrir allan undirbúninginn og frábæra frammistöðu á tónleikunum!

/Helga Sighv.

 

Hér eru slóðir með fréttum frá viðburðinum:

Vísir – 70 ára af­mæli Tón­listar­skóla Ár­nesinga fagnað

Magnús Hlynur – frá afmælistónleikum (nokkur myndskeið)

… og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá afmælistónleikunum.

         

Trommusláttur opnaði tónleikana.       Söngfuglar og leikskólabörn úr Uppsveitum.             Suzukibörn tilbúin, kynnir: Eyjólfur Eyjólfsson.       Gítarleikarar. Einleikur: Óskar Iwan

       

Blokkflautusveitir fluttu þrjú lög.                            Píanóleikarar léku tilbrigði.                             Strengjasveitir sameinuðust í nokkrum lögum.          Söngvarar sungu við undirleik kennara.

 

Blásarasveitir frá Selfossi og Þorlákshöfn.    Rytmískar sveitir fluttu lagasyrpu.

Meðal gesta voru tveir fyrrum skólastjórar, þeir Jón Ingi Sigurmundsson og Róbert A. Darling.

 

 

2025-11-18T11:34:22+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi