Tónlistarskóli Árnesinga hlýtur Menntaverðlaun Suðurlands 2022

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 12. janúar 2023, var tilkynnt að Tónlistarskóli Árnesinga hefði hlotið Menntaverðlaun Suðurlands 2022, en níu tilnefningar bárust um menntaverðlaunin að þessu sinni.

Það var með miklu stolti sem skólastjórnendur Tónlistarskóla Árnesinga tóku við verðlaununum, úr hendi forseta Íslands.

 

Á viðurkenningaskjali stendur eftirfarandi:

„Menntaverðlaun Suðurlands 2022 hlýtur Tónlistarskóli Árnesinga fyrir að mennta nemendur sína á starfstöðvum víða í Árnessýslu og efla þá í að koma fram á hinum ýmsu viðburðum skólans. Verðlaunin eru einnig veitt fyrir kynningu kennara skólans á fjölbreyttum hljóðfærum fyrir nemendur grunnskóla í Árnessýslu á hverju vori. Með starfi sínu leggur Tónlistarskóli Árnesinga grunn að öflugu menningarstarfi í Árnessýslu allri.“

 

Hátíðarfundurinn hófst með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga, en flytjendur voru Hugrún Birna Hjaltadóttir, Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir og Einar Bjartur Egilsson.

  

Hér má sjá umfjöllun á sunnlenska.is: Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2022 | sunnlenska.is

og á visir.is: Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga – Vísir (visir.is)

/Helga Sighv.

2023-01-27T08:25:49+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi