Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fyrir fullu húsi

Vínarbrauðstónleikar strengjadeildar fóru fram í Félagsheimilinu Árnesi sunnud. 1. maí. Á þessum skemmtilegu tónleikum komu fram báðar strengjasveitir skólans, sellóhópur og allir starfandi fiðlu-, víólu- og selló-Suzukihópar. Eldri strengjasveit hefur haft samstarf við aðra tónlistarskóla í vetur og léku því nemendur úr Tónlistarskóla Rangæinga, Tónskóla Sigursveins og Allegro Suzukitónlistarskólanum með hljómsveitinni.

Vínarbrauðstónleikar hafa átt fastan sess í tónleikahaldi skólans og voru þetta 20. vínarbrauðstónleikar strengjadeildar. – Heilmikil tónlistarhátíð sem endaði að vanda með  vínarbrauði og öðru kruðeríi í dagskrárlok.

2022-05-03T13:07:37+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi