Vortónleikar og skólaslit loks aftur með hefðbundnu sniði

Vortónleikar og skólaslit voru loks aftur haldin með hefðbundnu sniði núna í vor.

Eftir tveggja ára hlé fengu nemendur aftur að láta ljós sitt skína og foreldrar og aðrir aðstandendur að heyra allt það blómlega starf sem hefur verið hulið á covid-timanum.

Alls voru haldnir um 30 vortónleikar og Suzuki-útskriftir um alla Árnessýslu og 10 skólaslit (þ.e. á öllum kennslustöðum skólans) og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið líf og fjör þessar síðustu vikur skólaársins. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og voru sér og kennurum sínum til mikils sóma.

Með myndunum hér fyrir neðan má fá örlitla innsýn í tónleikahald vorannar. Myndirnar voru teknar á vortónleikum, Suzuki-útskriftum og skólaslitum í maí 2022.

 

 

2022-06-14T09:27:13+00:00
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er. Í lagi